Elsku bestasta Hafdísin okkar.
Innilegar hamingjuóskir á afmælisdaginn! Þú lítur alls ekki út fyrir að vera deginum eldri en fyrsta daginn sem við hittum þig.
Þú ert alltaf svo æðisleg, fjörug, hress, alltaf í banastuði og alltaf til í að skemmta þér. Þú gerir alla í kringum þig svo óendanlega ánægða og glaða að það hálfa væri nóg. :)
Okkur þykir svooooo vænt um þig elsku "stjúpmamma" okkar og þú ert sko algjör andstæða við vondu "stjúpurnar" í ævintýrunum. Þú ert besta "stjúpmamma" sem hægt er að óska sér og hver dagur er alltaf eins og ævintýri þegar við komum til ykkar pabba...hvar sem þið búið;);) Það hefði engin getað passað í þetta hlutverk betur en þú og við vorum svo heppnar að þið fylgduð veg örlaganna og hittuð hvort annað. Þannig eignuðumst við, eins og ég sagði áðan, bestu "stjúpmömmu" í HEIMINUM!!!!
En við höfum þetta ekki lengra:)
Skemmtu þér ótrúlega vel í París (vá hvað ég væri til í að vera með;) og njóttu þess að vera kominn á þennan aldur, þar sem hann er bestur af öllum;)
Kær afmælishveðja: Þínar Hildur og Agnes:)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 27.4.2007 | 15:47 | Facebook
Nýjustu færslur
- Elsku Hafdís frænka
- Afmælis og heimkomukveðja
- Loksins orðin jafngömul og ég.
- Elsku Hafdís
- Til hamingju
- Hamingjuóskir
- þúsund kossar og knúsar
- Til hamingju með daginn :)
- afmæliskveðja frá kongens køben
- Afmæliskveðja frá Óðinsvé
- HAPPY BIRTHDAY
- Þú eldist mun betur en ostur.........
- Fertug Parísardama.
- Til lukku með 14.600 daga!
- Fertug fríkaði hún út......í FRAKKLANDI!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!...
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 10038
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.